Bolungavík: skipt um ruslatunnur á laugardaginn

Laugardaginn 5. janúar 2019 verður skipt um ruslatunnur í Bolungavík.

Nýju tunnurnar eru eign kaupstaðarins en eldri tunnur voru leigðar.

Í lok nóvember óskaði Bolungarvíkurkaupstaður eftir tilboðum í sorphirðu og förgun og fjögur tilboð bárust:

Gámaþjónustan hf.
Íslenska gámafélagið ehf.
Kubbur ehf.
Þotan ehf.

Efir yfirferð innsendra tilboða var tilboði Kubbs tekið og er þessi breyting í tengslum við það. Samningstímabil er fjögur ár frá 1. janúar 2019 til 31. desember 2022.

Kubbur ehf. er endurvinnslufyrirtæki sem starfar í Bolungavík, á Ísafirði, í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2011 og er það stefna fyrirtækisins að flokkun sorps og endurvinnslu verði til þess að samfélagið geti skipað sér sess meðal þeirra bestu sem virða umhverfi sitt og bera virðingu fyrir náttúrunni.