Við gefum líf-verkefnið kynnt á Vestfjörðum

Þann 1. janúar 2019 taka ný lög gildi sem fjalla um það að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar. Verkefnið Við gefum líf, sem er einmitt um þessi breyttu lög, var kynnt á Vestfjörðum í gær.

„Við áttum góðan fund hér á Ísafirði, þann þriðja í röðinni um breytt lög um líffæragjafir. Á fundinum gafst tækifæri til að kynna málið í heilbrigðisþjónustunni en við fáum í leiðinni mikilvægar spurningar og athugasemdir sem stuðla að því að bæta upplýsingarmiðlunina og gera hana nákvæmari og markvissari,“ segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis.

Jórlaug hafði framsögu á fundi með starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í hádeginu í dag og kynnti lagabreytingu sem tekur gildi um áramótin og kveður á um að landsmenn verða þá sjálfkrafa líffæragjafa, hafi þeir ekki skráð andstöðu við að gefa líffæri sín. Heilbrigðisstarfsmenn á Patreksfirði tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Fjölmargar fyrirspurnir voru lagðar fyrir Jórlaugu og í svörum hennar kom meðal annars

Jórlaug kynnir „Við gefum líf“ en starfsfólk á Patreksfirði tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.

skýrt fram að eftir sem áður yrði fullt tillit tekið til viðhorfs þeirra sem séu andvígir því að gefa líffæri.

Þeir sem eru andvígir því að gefa líffæri geta skráð sjálfir það á landlaeknir.is og á heilsuvera.is eða fengið aðstoð heimilislækna til að skrá þá afstöðu sína frá og með 1. janúar 2019.

Niðurstaða viðhorfskönnunar bendir eindregið til þess að landsmenn séu jákvæðir gagnvart líffæragjöfum og reynslan í heilbrigðiskerfinu bendir til slíks hins sama. Ýmsir halda að einungis fólk á „besta skeiði ævinnar“ komi til álita sem líffæragjafar en svo er alls ekki. Yngsti líffæragjafinn á Íslandi var nokkurra mánaða gamalt barn en sá elsti 85 ára karlmaður. Aldurinn skiptir því ekki máli í raun. Nánari upplýsingar má finna á vef landlæknis.

Sæbjörg

sfg@bb.is

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!