Veiðigjaldsfrumvarpið að verða að lögum

Frumvarp ríkisstjórnarinnar er komið til þriðju umræðu á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn segir um málið í áliti sínu um það að lokinni annarri umræðu að almenn ánægja hafi komið fram með útreikninga veiðigjaldsins og hvernig vinna eigi þá. Einnig segir meirhlutinn að fram hafi komið yrir nefndinni „að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja á tilteknum svæðum hefði dregist talsvert saman. Meiri hlutinn áréttar mikilvægi breytingartillögu sem samþykkt var við 2. umræðu um frítekjumark (3. mgr. 6. gr.).“ Leggur meirihlutinn til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Minnihlutinn er ekki eins ánægður og í gær lögðu þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka til að fresta gildistöku laganna um eitt ár til 31.12. 2019. Miðflokkurinn, fimmti stjórnarandstöðuflokkurinn,  er andvígur málinu þar sem hann telur að frumvarpið hækki veiðigjaldið frá því sem nú er.

DEILA