Upplestur: Húsfyllir á Tálknafirði

Fjórir rithöfundar voru með upplestur úr verkum sínum í kvöld á Patreksfirði og Tálknafirði. Það voru Jón Jónsson, Kirkjubóli sem kynnti bók sína á  mörkum mennskunnar.
Eiríkur Örn Norðdal kynnti Hans Blæ, Lilja Magnúsdóttir kynnti Svikarann og Reynir Traustason bókina Þorpið sem svaf. Vel var mætt á Patreksfirði og húsfyllir var á upplestrinum á Tálknafirði og fengu höfundarnir góðar móttökur.

Einar Bragi og Jón Hilmar munu sjá um tónlist á milli upplestra.

Jón Jónsson tók myndirnar á Tálknfirði.

DEILA