Stefán frá Hvítadal ekki fyrsti Hólmvíkingurinn

Jón Jónsson, til hægri með Matthíasi Lýðssyni, bónda á Húsavík nýlega á bókakynningu í Sævangi.

Jón Jónsson, þjóðfræðingur  segir frá því á facebook síðu sinni í dag að hann hafi komist að því að Stefán frá Hvítadal hafi ekki verið fyrsti fæddi íbúinn á Hólmavík eins og haldið hefur verið fram. Stefán Sigurðsson var fæddur 16. okt. 1887 og segir til dæmis Elfar Logi Hannesson í umfjöllun sinni nýlega í blaðinu Vestfirðir og á bb.is að svo hafi verið. Heimild Elfars Loga er bók Ivars Orgland (1962) Stefán frá Hvítadal, maðurinn og skáldið.

Jón Jónsson hefur litið á gögn Þjóðskjalasafnisins sem nýlega voru gerð opinber á vefnum heimildir.is.  Jón segist lengi hafa efast um að sagan um Stefán frá Hvítadal væri rétt og fékk nú tækifæri til þess að athuga málið.

Jón segir svo frá. “ Fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn reynist vera Sæmundur Ásgeirsson f. 5. okt. 1878 og d. 9. apr. 1955. Og systur hans tvær, Sigríður Ásgeirsdóttir f. 12. mars 1880 og d. 11. apr. 1881 og Sigríður Ásgeirsdóttir f. 15. apr. 1881 og d. 28. nóv. 1881 koma svo næstar í röðinni. Og foreldrar þeirra, Ásgeir Snæbjörnsson og Elínborg Gísladóttir reistu bæinn sinn á Hólmavík 1877 en ekki ári síðar, eins og talið hefur verið.“

Þá virðist fyrsti innfæddi Hólmvíkurinn vera fæddur níu árum fyrr en Sæmundur Ásgeirsson fæddist 5. okt. 1878 eins og fyrr segir. Jón segir að Stefán frá Hvítadal hafi vissulega verið fæddur á Hólmavík en síðan eða 1887.

DEILA