Sjávarútvegur: EBITDA allt að 8 sinnum hærri en fjárfesting

Mynd úr skýrslu Arionbanka um sjávarútveginn.

Í skýrslu Arionbanka um sjávaútveginn er tekin saman fjárfesting frá 1990 og hún borin saman við EBITDA , það er tekjur umfram rekstrargjöld ( framlegðin). Kemur í ljós að fjárfestingin er miklu minni en nemur þeim verðmætum sem sjávarútvegurinn myndar á hverju ári. Mestur verður munurinn árið 2012, en þá er fjárfestingin um 13 milljarðar króna en framlegðin nærri 100 milljarðar króna. Lætur nærri að framlegðin sé það ár um 8 sinnum meiri en fjárfestingin. Að jafnaði er fjárfestingin 10 – 40 milljarðar króna á ári en framlegðin frá 40 – 95 milljarðar króna.

DEILA