Safnahúsið Ísafirði: Grýla í heimsókn

Í

Grýla. Mynd: Árnastofnun.

dag þriðjudag 18. desember er von á sjálfri Grýlu í Safnahúsið. Hún mun ganga í húsið kl. 17 og koma sér svo fyrir í sal Listasafnsins á 2.hæð og spjalla við hressa krakka á öllum aldri. Eflaust hefur hún frá mörgu að segja, enda búin að eiga langa og viðburðaríka ævi. Allir velkomnir.