Nýtt húsnæði fyrir Hornstrandastofu

Í fjárfestingaráætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2019 – 2022 er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir Byggðasafn Vestfjarða og kostnaður áætlaður 260 milljónir króna. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri segir að verið sé að endurvekja eldri hugmyndir um Hornstrandastofu í samvinnu við Umhverfisstofnun. Húsið yrði sýningarhúsnæði og hugmyndin er að  byggðinni og mannlífinu á Hornströndum yrði gerð góð skil. Nákvæm útfærsla liggur ekki fyrir enn sem komið. Framkvæmdir eru áformaðar á árunum 2021-2022.

DEILA