Ísafjörður: Friðarganga á Þorláksmessu

Frá friðargöngunni á Ísafirði 2016. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bryndís Friðgeirsdóttir, Jóna Benediktsdóttir  og Herdís Hübner hafa frá árinu 1995 skipulagt friðargöngu á Ísafirði og ekki er svo friðvænlegt í heiminum um þessar mundir að þær sjái ástæðu til að breyta því. Þetta árið munu þær standa fyrir friðargöngu og hafa beðið fyrir birtingu á þessum texta:

Við biðjum ykkur því að hjálpa okkur við að koma þessu á framfæri að
eEins og undanfarin ár verður gengin friðarganga á Ísafirði á Þorláksmessu.  Gangan er samstarfsverkefni friðarhreyfinga á Íslandi og er táknræn aðgerð sem er hugsuð til að senda skilaboð til ráðamanna með óskum um að þeir leggi sitt af mörkum til að stuðla friðvænlegri heimi til framtíðar.  Ísfirðingar og nærsveitungar hafa tekið þátt í göngunni í yfir tuttugu ár. Dagskráin í ár verður með hefðbundum hætti, safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:50, þar verður hægt að kaupa friðarkerti á 500 krónur.  Gangan fer svo af stað kl.18:00 og gengur að Silfurtorgi þar sem verður stutt dagskrá.  Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar spilar og ræðumenn verða tveir að þessu að sinni, þær Tinna Ólafsdóttir og Qamar Alsadon.  Gera má ráð fyrir að dagskráin taki um 15-20 mínútur.

DEILA