Íbúafundir Arctic Fish á Þingeyri og Ísafirði

Frá fundi Arctic Fish hf á Ísafirði.

Fimmtudaginn 13. desember stóð Arctic Fish fyrir íbúafundum á Þingeyri og Ísafirði til að kynna stöðu fyrirtækisins og næstu skref sem og almenn umræða við íbúa. Mjög góð þátttaka var á þessum fundum sem og gegnum streymi fundarins á Facebooksíðu „Styðjum íslenskt fiskeldi“.

Í upphafi beggja funda fór Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar yfir stutta kynningu um starfsemi fyrirtækisins og stöðu fiskeldis á Íslandi sem erlendis. Glærur af þeim hluta fundarins má finna á heimasíðu Arctic Fish www.arcticfish.is

Á báðum fundunum var umræða um þá stöðu sem ógilding leyfa í Patreks- og Tálknafirði hafi fyrir samfélagið á Vestfjörðum, samstöðu íbúa í þeirri baráttu sem og stuðningur sveitafélaga og Alþingis að bregðast við þeirri stöðu.

Umræðan á fundinum á Þingeyri var með áherslu á að fá upplýsingar um stækkunaráform fiskeldis á svæðinu sem og þeirri spurningu hvort í framtíðinni væri möguleiki að byggja upp pökkunarðastöðu fyrir eldisfisk á svæðinu. Framtíðaráform fyrirtækisins er enn að stuðla að eða koma beinnt að uppbyggingu á pökkunar- eða vinnslu en núverandi óvissa í leyfismálum hefur valdið því að ákvörðun um slíka framkvæmd hefur ekki verið tekin. Einnig hefur það ástand áhrif á að stoppað hefur verið frekari uppbyggingu á seiðaeldisstöð félagsins á Tálknafirði líkt og kom fram á íbúfundi félagsins í nóvember.

Aðrar áherslur komu í umræðu á fundinum á Ísafirði þar sem óánægja og reiði mátti finna á íbúum vegna ástands uppbyggingar fiskeldis við Ísafjarðardjúp. Vísað var til þess að Alþingi hafi árið 2004 var tekið ákvörðun um eldissvæði í sjó og var þá Ísafjarðardjúp opið fyrir eldi á laxi sem síðan með tilkomu áhættumats hafi verið stöðvað á síðasta ári. Umræða með tilvísun í fyrri íbúafundi og loforð um endurskoðun áhættumats, notkun á rauntölum í slíku mati, mögulegar aðgerðir með vöktun og myndavélum að koma í veg fyrir að eldislax færi í veiðiár sem og óánægja með svör Hafrannsóknastofnunar við fyrirspurn Teits Björns Einarssonar alþingismanns.

Það má því segja að samnefnari fyrir niðurstöður beggja funda er ákall íbúa sem og fyrirtækisins um að skapaður verði stöðugleiki, stefnumótun og eðlilegt umhverfi fyrir eina mikilvægustu atvinnugrein sem Vestfirðingar halda í höndum sér í dag. Atvinnugrein uppbyggingar á umhverfisvænum atvinnuveg í takti við áherslur sveitafélaga í landsfjórðungnum. Það er gríðarlega mikilvægt að skapa stöðugleika fyrir atvinnugreinina í heild og marka stefnu fyrir hana sem hægt er að vinna sameiginlega að og til þess þurfa stjórnvöld, vísindamenn og atvinnugreinin í heild að vinna saman.

samantekt

Eva Dögg Jóhannesdóttir, líffræðingur

Arctic Fish

Eva Dögg Jóhannesdóttir, líffræðingur.
DEILA