Héraðsdómur Reykjaness: hafnar rökum um óafturkræfum skaða

Héraðsdómur Reykjavíkur.

Í máli Náttúruverndar 2 málsóknarfélags gegn Matvælastofnun, sem sagt var frá í gær hafnaði Héraðsdómur Reykjaness rökum kærenda um að rekstrarleyfi í Reyðarfirði sem Laxar fiskeldi ehf fengu 2012 til 6.000 tonna sjókvíaeldis myndi valda verulegum og óafturkræfum skaða á öllum villtum laxategundum í öllum ám Austfjarða á stuttum tíma og einnig setja í stórhætti alla villta laxastofna landsins á fáum árum.

Röök dómarans fyrir niðurstöðu sinni voru þau að fyrir liggi skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndur milli íslenskra og erlendra laxastofna. Frumforsenda greiningarinnar er að náttúrurlegir laxastofnar skaðist ekki. Dreifingarlíkan skýrslunnar gerir almennt ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrulega stofna fyrir utan 4 ár sem vakta þurfi sérstaklega. Niðurstaða Hafrannsóknarstofnunar er að ásættanlegt sé að leyfa 71.000 tonna framleiðslu á frjóum laxi þar af 21.000 tonn á Austfjörðum. Helsta ástæða fyrir þessari niðurstöðu er að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi bannað á  mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi sæéu eldissvæðin í mjög mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verði blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum. Til viðbótar séu lagðar til mótvægisaðgerðir til þess að sporna við erfðablöndun. Samkvæmt því, segir í dómnum, fær sú fullyrðing stefnanda ekki staðist að rekstrarleyfi stefnda Laxfiska ehf fyrir 6.000 tonna laxeldi í Reyðarfirði muni „valda verulegum og óafturkræfum skaða á öllum villtum laxategundum í öllum ám Austfjarða á stuttum tíma og einnig setja í stórhætti alla villta laxastofna landsins á fáum árum.“

Sandra Baldvinsdóttir kvað upp dóminn.

DEILA