Bolungavík: Lækka útgjöld barnafjölskyldna

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík segir að stóru línurnar í fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir 2019 séu að lækka útgjöld barnafjölskyldna.  Frístundakortið er hækkað í 40 þúsund krónur og gjaldskrá fyrir mötuleyti í grunnskólanum og leikskólanum er lækkuð um þriðjung.

Kostnaður við hækkun frístundakortsins er um 1,5 milljón krónur og lækkun gjaldskrárinnar í mötuneytinu er áætlaður um 4,2 milljónir króna.

Stærsta einstaka verkefni bæjarins er viðbyggingin við leikskólann Glaðheima. Unnið verður fyrir 75 milljónir króna á næsta ári. Verksamingur við verktaka er upp ´a250 milljónir króna og gert er ráð fyrir að verkinu ljúki á árinu 2020.

DEILA