Aukin félagleg liðveisla ekki fjármögnuð

Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem samþykkt var síðastliðið vor veldur því að útgjöld sveitarfélaga vegna félagslegrra liðveislu hækkar verulega. Um var einkum að ræða svonefnda NPA aðstoð. Útgjöld Ísafjarðarbæjar hækka um 70 milljónir króna á næsta ári vegna lagabreytingarinnar og í Bolungavík aukast þau um 14 milljónir króna. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík segir að meginskýringin liggi í því að áður hafi BsVest, sem annast þjónustuna fyrir hönd sveitarfélaganna, greitt 30 klst á mánuði í liðveislu en nú séu greiddar 60 kls á mánuði. Breytingin fellur á sveitarfélögin þar sem engar tekjur fylgdu frá ríkinu til þess að mæta þessum auknu útgjöldum.

Sveitarfélögin gerði ekki ágreining um að taka upp aukna þjónustu en við lögfestinguna á Alþingi kom fram gagnrýni sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að auknum útgjöldum sveitarfélaganna vegna aukinnar þjónustu væri velt óbætt á sveitarféögin.

DEILA