Vantar 7 Hvalárvirkjanir

Vindmylla.

Orkuspánefnd hefur spáir því að almenn raforkunotkun muni aukast um 1,8% á ári fram til 2050. Einkum er það vegna aukinnar raforkunotkunar almennings, aukins hraða í orkuskiptum og raforkunotkun í ferðaþjónustu. Ekki er reiknað með aukningu í raforkunotkun frá stóriðju umfram það sem búið er að semja um. Svarar þetta til um rúmlega sjö Hvalárvirkjunum eða einni og hálfri Búrfellsstöð sem er stórt orkuver með 270 MW uppsett afl og 2.300 GWst orkuvinnslugetu á ári.

Að beiðni Alþingis var unnin skýrsla um nýjar aðferðir við orkuöflun. Einkum er fjallað um nýtingu vindorku, sjávarorku og varmaorku með varmadælum en einnig er stutt umfjöllun um aðra möguleika sem skipt geta auknu máli við orkuöflun á komandi árum. Segir í tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að ljóst er að hefðbundnum kostum í jarðvarma og vatnsafli fari fækkandi og því tímabært að huga að nýjum endurnýjanlegum kostum til að mæta fyrirsjáanlegri þörf.

Miðað við tæknilegan áreiðanleika og upplýsingar um hagkvæmni eru einkum þrír orkukostir sem nú standa öðrum framar og unnt er að hrinda í framkvæmd samhliða á næstu árum. Þetta er orkuframleiðsla með vindorku, litlum vatnsorkuverum og varmadælum. Hver þessara þriggja aðferða hentar best tilteknum aðstæðum en þær geta einnig farið vel saman.

vindorka og vatnsafl fara vel saman

Í skýrslunni segir um vindorkuna að hún skeri sig úr öðrum kostum vegna hagkvæmni og sveigjanleika. Hún getur hentað til orkuframleiðslu þar sem þörf er fyrir lítið uppsett afl, t.d. innan við 10 MW, og einnig til að mæta þörf sem er yfir 200 MW í stóru vindorkuveri.

Ekki er þó hægt að reka raforkukerfi sem byggist eingöngu á vindorku. Annar stöðugur
orkugjafi, eins og vatnsorka, þarf að tryggja grunnafl og mæta álagstoppum. Þegar vindorkan kemur inn minnkar vatnsorkuframleiðslan jafnt og þétt. Framboð af vindorku er mest að vetri þegar vatnsstaða í lónum er lág en minnst á sumri til þegar vatnsbúskapur er góður. Þessa tvær framleiðsluaðferðir fara því vel saman.

DEILA