Þingmenn Samfylkingar á Vestfjörðum

Þingflokkur Samfylkingarinnar.

Þingmenn Samfylkingarinnar heimsækja Vestfirði á fimmtudag og föstudag.

Að því tilefni hefur Samfylkingin á Vestfjörðum auglýst opinn fund með þingmönnum Samfylkingarinnar um framtíð Vestfjarða. Fundurinn verður haldinn í Rögnvaldarsal í Edingborgarhúsi á morgun, fimmtudag kl. 20:00.

Yfirskrift fundarinns er Matarkistan, útisvistarparadísin og nýsköpunarlandið Vestfirðir; hvert er stefnan tekin ?

Vestfirðingar hafa á síðustu misserum verið ötulir í því að leita nýrra tækifæra til þess að bæta atvinnulíf og samfélag og hefur að mörgu leyti orðið ágengt. En það er samt sem áður ýmislegt sem hindrar það að hægt sé að nýta öll þau tækifæri sem blasa við. Ekki er það af því að metnað eða hugvit vanti á svæðið heldur eru utanaðkomandi hindranir sem koma til.

Þetta og margt fleira verður til umræðu á fundinum og tími tekinn frá fyrir spurningar.

Fundurinn er opinn öllum og eru öll hvött til að mæta.

DEILA