Telja ummæli og viðhorf til háborinnar skammar

Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Hann er einn þeirra sem lét niðrandi ummæli falla um aðra þingmenn.

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna fordæmir ummæli þingmanna Miðflokks og þingmanna Flokks fólksins, sem látin voru falla á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ummælin lýsa kvenfyrirlitningu, fordómum gagnvart fötluðu fólki og samkynhneigðum ásamt því að augljós brot á siðareglum Alþingismanna voru framin.
Þjóðkjörnir einstaklingar eiga að vera fyrirmyndir í þjóðfélaginu en framkoma þessara þingmanna er engum til framdráttar.

Stjórn SUF telur ummæli og viðhorf þingmannanna til háborinnar skammar og hvetur þau til þess að segja tafarlaust af sér þingmennsku.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA