Spurningakönnun um upplifun Ísfirðinga á komum skemmtiferðaskipa og ferðamönnum þeirra

MSC Priziosa við akkeri á Skutulsfirði.

Þær Margrét Björg Hallgrímsdóttir og Lilja Sif Magnúsdóttir stunda nám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Sem stendur vinna þær að BS ritgerð sinni í faginu og leita þess vegna til Ísfirðinga með spurningaskrá. Könnunin fjallar um upplifun Ísfirðinga af komum skemmtiferðaskipa ferðamönnum sem þeim fylgja. Þær óska eftir því að fólk með fasta búsetu á svæðinu svari listanum en þar má finna þrettán spurningar og það tekur stutta stund að svara. Ekki verður hægt að rekja svör eða nöfn þátttakenda. Þær stöllur benda jafnframt á að ef svarað er í snjallsíma þá er mögulegt að það þurfi að færa svörin til á skjánum til að sjá alla svarmöguleika í spurningum númer þrjú og fjögur. Könnunina má svo finna hér.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA