Júlíus Geirmundsson kom í land í gær

Júlíus Geirmundsson. Mynd fengin af Facebooksíðu skipsins.

Júlíus Geirmundsson kom til heimahafnar á Ísafirði í gær með ágætis afla. Skipið byrjaði veiðiferðina á miðunum hér fyrir vestan en færði sig svo austur fyrir land vegna veðurs, þar sem þeir voru megnið af tímanum. Síðustu dögum ferðarinnar var svo eytt hér fyrir vestan. Uppistaða aflans var þorskur eða 140 tonn og svo karfi og ufsi. Lítið var af grálúðu en verðmæti aflans eftir þessa 26 daga voru 135 milljónir. Þetta var tíundar ferð Júllans á árinu og aðeins er eftir ein ferð fyrir jól.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA