Húsfyllir á bókakynningu á Sævangi

Frá bókakynningunni á Sævangi í gær. Mynd: Jón Jónsson.
Elfar Logi Hannesson. Mynd: Jón Jónsson.

Húsfyllir var á menningardegi í Sauðfjársetrinu í gær. Fjöldi gesta var á fimmta tuginn.  Í brennidepli voru Strandir fyrir hundrað árum, 1918, hvar fjallað var um bókmenntir og menningarlíf á Ströndum það herrans ár. Jón sagnamaður Jónsson flutti hressilegt erindi um efnið. Auk alls þessa var fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn, Stefán Sigurðsson, eða Stefán frá Hvítadal einsog hann kallaði sig í kastljósi dagsins. Fyrir skömmu gaf Kómedíuleikhúsið út veglega bók er inniheldur úrval ljóða Stefáns. Elfar Logi Hannesson sagði frá skáldinu og nemendur í grunnskóla Hólmavíkur og félagar úr Leikfélagi Hólmavíkur fluttur nokkur ljóða hins hólmvíska skálds. 

Myndir frá bókakynningunni í Sauðfjársetrinu á Sævangi. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

 

 

DEILA