Geimverudagur á bókasöfnunum á morgun

Föstudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, verður bókasafnadagur á bókasöfnunum á Ísafirði. Bókasöfn Grunnskólans, Menntaskólans og Bókasafnið Ísafirði verða öll með skemmtilega dagskrá síðdegis:

· Bókasafn GÍ kl. 15-15:50: opið hús, upplestur og léttar veitingar.

· Bókasafn Mí kl. 16-16:30: opið hús, upplestur og léttar veitingar.

· Bókasafnið Ísafirði kl. 17-18: Eru til aðrar geimverur? Sævar Helgi Bragason „Stjörnu-Sævar“ ræðir um leitina að lífi í geimnum.

Allir eru velkomnir og þeir sem mæta á öll söfn geta safnað stimplum á geimverukort og eiga þar með möguleika á bókavinning.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA