Engin teljandi meiðsl á þeim sem lentu í flóðinu

Lögreglan hefur birt eftirfarandi: Tilkynning barst lögreglunni á Vestfjörðum kl 19:24 um að snjóflóð hafði fallið á Flateyrarveg (Hvilftarströnd).
Í flóðinu lentu tvær bifreiðar og í þeim voru 5 aðilar. Fjölmennt björgunarlið var boðað á vettvang.

Vel gekk að ná fólkinu út úr bifreiðunum en önnur bifreiðin veltist með flóðinu frá vegi og niður í fjöruborð.
Aðilar voru fluttir af hættusvæði og fengu þar skoðun læknis og sjúkraliðs en ekki eru teljandi meiðsli á fólkinu.

Veginum hefur verið lokað og verður ekki opnaður aftur í nótt.

Þá hefur verið tekin ákvörðun um að veginum um Súðavíkurhlíð verði lokað á miðnætti vegna hættu á snjóflóðum.

Er bent á vefsíðu vegagerðar vegna upplýsinga um færð á vegum www.vegagerd.is

Sæbjörg

DEILA