Árneshreppur: annarkar á auglýsingu deiliskipulags

Reykjarfjörður í Árneshreppi.

Auglýsing í Lögbirtingarblaðinu á breytingum deiliskipulags vegna Hvalárvirkjunar birtist tveimur dögum of seint í síðasta mánuði. Verður hreppsnefnd Árneshrepps af þeim sökum að taka málið fyrir að nýju. Fyrir hreppsnefndinni sem var að byrja fund sinn liggur tillaga um að auglýsa deiliskipulagstillögurnar að nýju skv. 41. gr. Skipulagslaga og endurtaka skipulagsferlið þaðan í frá. Talið er að það geti tekið allt að þremur mánuðum að ljúka ferlinu og mun útgáfa framkvæmdaleyfis til Vesturverks ehf tefjast sem því nemur.

Eftir því sem næst verður komist var um handvömm að ræða og þess ekki gætt að auglýsingin birtist innan tiltekninnar dagsetningar sem lá fyrir.  Nánast þegar í stað eftir að auglýsingin birtist  og ljóst var að hún var of seint á ferðinni barst kæra vegna þessa.

DEILA