Arnarlax: framleiðslan 10.000 tonn á næsta ári

Kristian Matthíasson, framkvæmdastjóri Arnarlax segir að einkum tvær ástæður séu fyrir verri afkomu á þessu ári en gert var ráð fyrir. Sú fyrri er að óhapp varð í febrúar í Tálknafirði. Ein kvíin brotnaði í vondu veðri. Tekin var ákvörðun um að flytja fiskinn í kaldan sjó og af því varð talsverður dauði. Þá var ákveðið að fresta slátrun á fiski sem verða átti nú haust til næsta árs. hvort tveggja leiðir til þess að minna verður sla´trað á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Hins vegar verður slátrað um 10 þúsund tonnum á næsta ári og fyrirtækið verður þá komið á svipaðan stað og var 2017 hvað varðar framleiðslu og afkomu.

Kristian segir að mikið hafi verið fjárfest á þessu ári í seiðaeldi, vinnslu og flutningsleiðum og þannig sé verið að búa fyrirtækið undir meiri framleiðslu. Á næsta ári verður haldið áfram þessum fjárfestingum.

Eins og fram hefur komið  hefur Samskip tekið upp beinar millilandasiglingar frá Bíldudal til Evrópu og er það  afrakstur af vinnu Arnarlax.

Athugasemdir

athugasemdir