Vestri mætir Fjölni í kvöld

Karlalið Vestra í körfuknattleik mætir Fjölni úr Grafarvogi á heimavelli í kvöld. Leikurinn fer fram á Torfnesi og hefst klukkan 19:15. Þetta er önnur umferð í 1. deild karla en fyrsti heimaleikur liðsins var fyrir viku síðan. Þá mætti Vestri Snæfelli úr Stykkishólmi og unnu á þeim glæsilegan sigur með um 30 stiga mun. Áhorfendur eru hvattir til að mæta á Jakann í kvöld og hvetja sitt lið og fyrir þau sem eru svöng er tilvalið að mæta örlítið snemma og fá sér hamborgara á staðnum.

Sæbjörg
sfg@bb.is