Veiðigjaldið: hækka frítekjumark

Byggðastofnun.

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald í sjávarútvegi er til meðferðar atvinnuveganefndar á Alþingi. Umsagnir hafa borist frá mörgum aðilum. Frá Vestfjörðum hafa sent in umsögn Fiskvinnsla Oddi, Bolungarvíkurkaupstaður, Vesturbyggð, Þörungaverksmiðjan. Auk þess sendur Fjórðungssamband Vestfirðinga að umsögn með samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Norðurlandi vestra.

Bæjarráð Vesturbyggðar gagnrýnir svonefnd frítekjumark og vill að það verði hækkað verulega svo það nýtist meðalstórum fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Frítekjumark er í raun 20% afsláttur sem ríkið veitir af fyrstu 4,5 milljóna króna veiðigjaldinu og 15% afsláttur af næstu 4,5 milljónum króna álagðs veiðigjalds. Fiskvinnslan Oddi telur nauðsynlegt að hækka ívilnunina til þess að tryggja jafnræði og samkeppnisstöðu. Bæjarráð Bolungavíkur varar við hækkun veiðigjaldsins og skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu þannig að horft verði til afkomu, minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega í krókaaflamarki og að „tryggt verði að hluti veiðigjalda renni til uppbyggingar innviða í þeim
nærsamfélögum þar sem veiðigjaldið fellur til.“

Í umsögn Byggðastofnunar er tekið undir það að veita tímabundinn afslátt af veiðigjaldi þar sem hann komi “ til móts við skuldsettar útgerðir og sama má segja um frítekjumark sem aðallega kemur minni fyrirtækjum til góða. Víða eru lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi burðarásar í atvinnulífi minni sjávarþorpa. Sé vilji til að koma til móts við þau væri hægt að hækka svokallað frítekjumark fyrirtækja og hlutfall afsláttar sem myndi leiða af sér að minni og meðalstórar útgerðir greiddu lægra hlutfall af aflaverðmæti í veiðigjald.“

DEILA