Tvö útköll hjá björgunarsveitunum á norðanverðum Vestfjörðum

Bjargey ÍS 41 í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Eggert Stefánsson.

Í dag fengu björgunarsveitirnar á norðanverðum Vestfjörðum tvö útköll. Vel tókst til í báðum tilvikum og engin slys urðu á fólki.

Í dag voru björgunarbátarnir í Bolungavík og á ísafirði kallaðir út til að astoða bát frá Ísafirði sem hafði orðið vélarvana, þar sem leki  varð í vélarrúmi og var báturinn dreginn til hafnar á Ísafirði.

Í kvöld voru svo sveitirnar á Flateyri og Þingeyri kallaðar út til að aðstoða fólk á Hrafnseyrarheiðinni. Tveir steypubílar voru á leiðinni yfir en stöðvuðust þegar komið var upp í Skipadal. Voru bílarnir skildir eftir en bílstjórnarnir fóru með björgunarmönnum til byggða. Þá var fólksbíll með erlendum ferðamönnum á Hrafnseyri strandaglópur þar. Voru ferðamennirnir fluttir inn í Mjólká og gista þeir þar í nótt.

DEILA