Tveir heiðraðir og tveir nýjir teknir inn

Þeir eru öflugir félagarnir í Lionsklúbbi Patreksfjarðar eins og flestir vita. Fjórði fundur starfsársins 2018-2019 var haldinn fimmtudaginn 25. okt síðastliðinn og þar var mikið um dýrðir Teknir voru inn tveir félagar, þeir Jónas Heiðar Birgisson og Friðrik Þór Pétursson. Þar að auki var Ari Hafliðason heiðraður fyrir 20 ára þjónustu og Davíð Rúnar Gunnarsson fyrir 10 ára þjónustu. Pönnukökurnar hans Geirs Gestssonar léku við bragðlauka fundargesta og allir fóru hamingjusamir heim.

Sæbjörg

sfg@bb.is