Smábátaeigendur: Styðja hvalveiðar og engin heimavigtun

Aðalsfundur Landssambands smábátaeigenda áyktaði um fjölmörg efni sem útgerðrinar varðar. Hér eru dregnar saman nokkrar ályktanir:

Sameining veiðikerfa

Aðalfundur LS ítrekar fyrri samþykktir LS þess eðlis að hafna öllum hugmyndum um sameiningu aflamarks- og krókaaflamarks.

Stuðningsyfirlýsing

Aðalfundur LS lýsir fullum stuðningi við hvalveiðar.

Vigtun afla

Aðalfundur LS leggur til að allar undanþágur til heimavigtunar og eða frávigtunar verði felldar úr gildi og allur afli verði endanlega vigtaður í þeirri höfn sem honum er landað í.

Heildarendurskoðun á regluverki

Aðalfundur LS fordæmir niðurstöður „Starfshóps um faglega heildarendurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiði- og verndunarsvæða á Íslandsmiðum“. Með tillögum starfshópsins er ráðist að útgerð smábáta með því að heimila aflmiklum togskipum veiðar á grunnmiðum sem hefð er fyrir að smábátar nýti. Í leiðinni er viðkvæmu lífríki grunnslóðarinnar fórnað með beitingu botndreginna togveiðarfæra á kostnað þess útgerðarforms sem litlum og engum umhverfisáhrifum veldur með kyrrstæðum veiðarfærum. Allt tal stjórnvalda um ábyrgar fiskveiðar verða í ljósi þessa orðin tóm.

Tillögur starfshópsins snúast ekki síst um að hefta aðgang smábáta að miðum næst landi, þar sem líklegast er að þeir stundi veiðar. Steininn tekur úr þegar hann leggur til aukið frjálsræði í vali á möskvastærð togveiðarfæra, stækkun fiskibáta innan 12 mílna og opnun hólfa.

Reynslan af kvótasetningu makríls á smábáta er skólabókardæmi um misheppnaða aðgerð. Þar var tekinn af smábátum víða um land möguleikinn til að leita að makríl á sínum heimamiðum og möguleika vinnslunnar á viðkomandi svæðum. Það væri miklu meira vitað um útbreiðslu makríls á grunnslóð ef hann hefði ekki verið kvótasettur.