Ríkið til vandræða

Flækjufótur ríkisins

Þessi mynd hefur verið rifjuð upp síðustu daga eftir að úrskurðarnefndin um umhverfis- og auðlindmál ógildi bæði starfsleyfi og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum. Það verður að segjast að það er í meira lagi óvenjulegt að handhafar ríkisvaldsins standi svo óhönduglega að verki að einn armurinn kippi til baka því sem annar armur er búinn að veita samþykki fyrir.

En kannski er ríkið ekki alltaf að  leggja íbúum á Vestfjörðum sérstaklega lið í lífsbaráttunni. Myndin var gerð í tilefni af einum af fjölmörgum almennum fundum sem haldnir hafa verið undanfarinn áratug til þess að fá úrbætur á grunngerð samfélagsins, vegum, raforkuafhendingu, atvinnu o.s.frv. Myndinni er einmitt ætlað að lýsa þessu ástandi og hún á enn við.

Höfundur er Marsibil Kristjánsdótir frá Þingeyri.

DEILA