Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða en það var gert þann 15. október. Umsóknir eiga að berast fyrir 12. nóvember. Sótt er um á vefsíðu sjóðsins.

Meginmarkmiðin núna liggja á því að stuðla að búsetu ungs fólks á Vestfjörðum og að auka samvinnu milli íbúa mismunandi svæða í fjórðungnum. Hvers konar verkefni sem efla atvinnu, menningu, nýsköpun og þá einkum með samvinnu milli mismunandi byggðalaga eiga góða möguleika. Þó skiptir miklu máli að umsóknirnar, fylgja leiðbeiningum og setja fram raunhæfa tíma- og fjárhagsáætlun. Sjóðurinn styrkir ekki byggingar eða viðgerðir á húsum en hverskonar undirbúning og starfssemi. Sjóðurinn getur lagt fram allt að 50% af áætluðum kostnaði. Nánari upplýsingar er hægt að sjá hér.

Sæbjörg

sfg@bb.is