Ný umferðarlög – lækkun áfengismagns

Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra.

Samgönguráðherra hefur lagt fram ffrumvarp til nýrra umferðarlaga. Víðtækt samráð var viðhaft við undirbúning frumvarpsins og bárust 52 umsagnir við fyrstu drögin frá hagsmunaaðilum, stofnunum og einstaklingum. Unnin voru upp ný drög sem svo virð sett í umsagnarferði og bárust þá 30 umsagnir. Frumvarpið er svo afrakstur þess.

Vínandamagn

Eitt helsta atriði frumavrpsins er að miðað verði við 0,2 prómill í stað 0,5 prómilla við mat á því hvort ökumaður sé talinn geta stjórnað ökutæki örugglega. Gert er ráð fyrir því að við fyrsta brot skuli ekki svipta ökumann ökuréttindum, sé vínandamagn í blóði undir 0,5 prómillum.

 

Þegar ráðherrann mælti fyrir frumvarpinu sagði hann  um þetta atriði :

„Með lækkun marka áfengismagns í blóði ökumanns er verið að senda skýr skilaboð til ökumanna og þjóðfélagsins í heild að akstur og áfengisdrykkja fer einfaldlega ekki saman. Ekki er þó gert ráð fyrir ökuleyfissviptingu ef magn áfengis er milli 0,2 prómill og 0,5 prómill heldur einungis sekt.  Akstur undir áhrifum vímuefna og lyfja er vaxandi vandamál. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að kveðið verði á um í reglugerð vanhæfismörk vegna ýmissa lyfja. Er það sú leið sem farin hefur verið í Noregi með góðum árangri. Slíka reglugerðar heimild er ekki að finna í núgildandi lögum.“

DEILA