Norska stórþingið deilir við Multiconsult

Frá framkvæmdum við Prinsens gate 26 í Osló. Mynd: Vidar Ruud, NTB

Forsætisnefnd norska stórþingsins segir verktaka- og ráðgjafayrirtækið Multiconsult vera verulega ábyrgð á mikilli hækkun kostnaðar við framkvæmdir á vegum þingsins meðal annars með því að taka til sín hærri þóknun. Kostnaðurinn fór á þremur árum úr 1,1 milljarði norskra króna upp í 2,3 milljarða króna og hefur verið mjög gagnrýndur í norskum fjölmiðlum. Norska stórþingið ákvað skömmu fyrir áramót að stefna Multiconsult fyrir dómstóla vegna galla sem það telur fyrirtækið bera ábyrgð og hafi leitt til þess að kostnaður fór úr 700 milljónum norskra króna  upp í 1,8 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur á vefnum e24.no í desember 2017. Er fyrirtækinu stefnt til  greiðslu á 125 milljónum norskra króna vegna vanrækslu í störfum sínum. Multiconsult var ráðið til þess að sinna ráðgjöf og áætlanagerð við endurbyggingu húsnæðis á reit norska stórþingsins á Prinsens gate 26. Þóknun til Multiconsult nemur 246 milljónum norskra króna samkvæmt því sem NRK greinir frá.  Norska ríkisendurskoðunin gagnrýndi framkvæmdirnar harðlega í skýrslu sinni síðastliðið sumar. Þetta má lesa í fréttatilkynningu frá forseta norska stórþingsins Olemic Thommessen frá 8. desember.

Multiconsult hafnaði í apríl 2018 kröfum norska þingsins en bauðst til að greiða 9 milljónir norskra króna. Málið er nú til meðferðar hjá norskum dómstólum, eftir því sem næst verður komist.

DEILA