Náttúrurfræðistofnun: Fjórir mánuði – engin svör

Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Beðið hefur verið í fjóra mánuði eftir svörum frá Náttúrurfræðistofnun Íslands til skýringar á því hvers vegna stofnunin leggur til að stækka friðlandið á Hornströndum svo það nái suður fyrir Drangajökul. Af tillögunni leiðir, ef hún nær fram að ganga, að bæði Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal og Hvalárvirkjun verða innan friðlandsins og virkjanirnar verða þá taldar ógn við friðlandið.

Tillögurnar voru sendar 4. apríl 2018 til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands var inntur eftir skýringum á tillögum stofnunarinnar. Fram kemur í svörunum að“ formleg vinna við gerð tillagna um svæði á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár hófst í apríl 2017. Náttúrufræðistofnun byggir tillögur sínar á faglegum forsendum eins og fram kemur á vef stofnunarinnar. Það er ekki á verksviði hennar að meta nauðsynlegar verndarráðstafanir né hafa samráð við landeigendur og viðkomandi sveitarfélög, sbr. 36. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.“

Vísað er í 7 ritrýndar greinar sem rökstuðning fyrir tillögunni um stækkun friðlandsins. Jón Gunnar Ottósson var beðinn um  nánari skýringar á því hvað í greinunum 7 leiddi til þess að stofnunin legði til stækkun svæðisins. Jón Gunnar boðaði svör fljótt, en þrátt fyrir ítrekun fyrirspurnarinnar hafa svör ekki borist, þótt liðnir séu fjórir mánuðir frá því að fyrirspurnin var send til stofnunarinnar.

Jón Gunnar Ottósson segir að fagráð Náttúruminjaskrár hafi verið haft með í ráðum.

Sigurður Á. Þráinsson, formaður fagráðsins segir í svari sínu  að ráðið eigi að vera Náttúrurfræðistofnun til ráðgjafar um vinnslu Náttúruminjaskrár og hafi fjallað um viðmið og forsendur en hafi ekki tekið afstöðu til niðurstöðu Náttúrufræðistofnunar.

DEILA