Mikill uppgangur í laxeldi erlendis

Bakkafrost í Færeyjum hefur vaxið gríðarlega.

Markaðsvirki fyrirtækja erlendis í laxeldi í sjó hefur hækkað mikið á undanförnum árum sé tekið mið af þróun nokkurra stærstu fyrirtækja á þessu sviði.

Færeyska fyrirtækið Bakkafrost er umsvifamikið. Á síðasta ári var framleiðsla þeirra tæplega 55 þúsund tonn af laxi úr sjókvíum í 17 fjörðum í Færeyjum.  Það er svipað og Hafrannsóknarstofnun telur vera burðarþol vestfirsku fjarðanna. Tekjurnar voru um 67 milljarða króna  miðað við gengi í dag og framlegðin tæplega 28 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársskýrslu fyrirtækisins.  Markaðsvirðið er um 340 milljarðar króna. Hlutir í félaginu hafa hækkað um 34% síðustu 12 mánuði og um 100% síðustu 3 ár samkvæmt upplýsingum á Market Watch vefnum. Greinilegt er að góður hagnaður er af rekstrinum enda afurðaverðið hátt.

Stærsta fyrirtækið er SalMar í Noregi, Framleiðsla þess nam á síðasta ári 135 þúsund tonnum. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 152 milljarðar króna og framlegðin um 44 milljarðar króna. Hagnaður fyrir skatta varð 40 milljarðar króna miðað við gengi í dag. Market Watch gefur upp að verð á hlutum hafi hækkað um 75% síðustu 12 mánuði og um 212% síðustu 3 ár. Verðmæti fyrirtækisins er metið upp á 670 milljarða króna.

Tvö önnur stór fyrirtæki, en þó snöggtum minni en hin tvö eru Norway Royal Salmon og Scottish Salmon. Framleiðsla Norway Salmon var um 32 þúsund tonn af laxi á síðasta ári og tekjur voru um 70 milljarðar króna. Fram kemur í ársskýrslu fyrirtækisins að eftirspurnin á heimsvísu eftir laxi hafi vaxið um 6% á árinu 2017. Samkvæmt Market Watch hefur verð hluta hækkað um 24% á síðastu 12 mánuðum og um 222% síðustu 3 ár. Verðmæti fyrirtækisins er metið 130 milljarða króna.

Scottish Salmon er stærsta fyrirtæki á þessu sviði í Skotlandi. Framleiðsla þess var um 25.000 tonn á síðasta ári. Tekjur voru um 23 milljarðar króna og hagnaður fyrir skatta m 4,5 milljarðar króna.  Verð hæuta hefur hækkað um 46% á síðasutu 12 mánuðum og um 200% síðustu 3 ár.

Framleiðslan á Íslandi á síðasta ári var um 10.000 tonn og útflutningsverðmætið var um 10 milljarðar króna.

 

 

DEILA