málefni fatlaðra á Vestfjörðum: framlag ríkisins 447 mkr 2019

Íssafjörður. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlaða á árinu 2019. Áætluð framlög næsta árs nema alls 16.770 m.kr. Við útreikning framlaganna á árinu 2019 verður gerð sú breyting að heilsuþörf þjónustuþega kemur nú í fyrsta skipti til hækkunar á framlagi.

Greiðslur til Vestfjarða eru áætlaðar á næsta ári 447 milljónir króna. Útgjaldaþörfin er metin upp á 520 milljónir króna. Útsvarstekjur sveitarfélaga af þjónustunni eru áætlaðar 75 milljónir króna og jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir það sem upp á útgjaldaþörfina vantar eða 447 milljónir króna.

DEILA