Landssamband smábátaeigenda: Eitt veiðisvæði fyrir alla á strandveiðum

Frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda um síðustu helgi samþykkti að strandveiðar yrðu þróaðar áfram til þess að bæta afkomu útgerða strandveiðismábáta.  Strax á næsta ári verði tryggðir að lágmarki 12 dagar í mánuði í fjóra mánuði, segir í ályktuninni.
Aðalfundur LS samþykkti ennfremur að landið verði eitt veiðisvæði. Þá var þess krafist að sérveiðigjald á strandveiðar (50.000,-) verði STRAX fellt niður.

 

Makrílveiðar frjálsar

Einnig var ályktað um makrílveiðar. Aðalfundur LS leggur til að makrílveiðar verði gefnar frjálsar og reglugerð sem gefin var út fyrir fjórum árum verði felld úr gildi, heildarúthlutun verði 16%.
Aðalfundur LS leggur til að leigupottur makríls (ráðherrapottur) verði festur í sessi og að ónýttar makrílveiðiheimildir umfram leyfilega tilfærslu milli ára verði fært sem viðbót við leigupott næstu makrílvertíðar.

DEILA