Iða Marsibil: ekki unað við frekari tafir

Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps verði að flýta því eins og frekast er unnt að ljúka því að taka ákvörðun um leiðaval um Gufudalssveit. „Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum geta ekki unað við frekari tafir á þessum framkvæmdum“ segir Iða Marsibil.

Hún segir að málið hafi verið rætt í bæjarráði Vesturbyggðar og bæjarráðið sé einróma í þveirri afstöðu að málið þoli enga bið  og bætir við „bæði íbúar og rekstraraðilar á svæðinu verða að sjá fram á að viðunandi grunntenging náist við vegakerfi landsins svo búsetuskilyrði verði viðunandi. Sá mikli vöxtur sem verið hefur í sveitarfélaginu kallar á tafarlausar úrbætur.“