Hunangs og hnetulax fyrir 4

Iða Marsibil er með uppskrift vikunnar.

1200 g laxa flök. Skorin í 6 jafna bita
Ólífuolía
50g smjör
½ desilítri saxaðar möndlur eða salthnetur
½ desilítri hunang
Capers
1 desilítri hveiti
Fiskikrydd

Blandið hveiti og Fiskikryddi saman þannig þannig að „smá krydd bragð“ sé af hveitinu.

Veltið laxa bitunum upp úr kryddaða hveitinu og setjið með roðið upp á heita pönnu. Steikið laxinn þannig að hann verði gullinn og snúið honum á roð hliðina. Leyfið honum að sitja á pönnunni í smá stund og bætið þá smjöri út á pönnuna. Látið hunangið leka yfir laxinn og dreifið söxuðum hnetum yfir laxinn. Bætið capers á pönnuna og leyfið þessu að malla í 1-2 mínútur

Berið fram með salati og sætum kartöflum

Ég skora á Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur á Patreksfirði að koma með næstu uppskrift.

Iða Marsibil

DEILA