Hafdís Gunnarsdóttir nýr formaður FV

Fjórðungsþingi Vestfirðinga, hinu 63. í röðinni lauk í dag. Kosin var ný stjórn til tveggja ára. Formaður er Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði. Aðrir í stjórn eru Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð, Kristján Jón Guðmundsson, Bolungavík, Ingibjörg Benediktsdóttir, Strandabyggð og Sigurður Jón Hreinsson, Ísafirði.