Fólkið á bak við fiskeldið

Ég heiti Inga Jóna og er fædd og uppalin Tálknfirðingur. Ég flutti burt í kringum tvítugt, m.a. til að mennta mig en draumurinn var alltaf að flytja aftur heim og þá sérstaklega eftir að sonur minn kom í heiminn. Árið 2015 lét ég svo verða af því, keypti mér hús hér á Tálknafirði og flutti aftur heim með guttanum. Ári seinna byrjaði ég svo að vinna hjá Bæjarvík sem er seiðaeldisstöð í eigu Arnarlax, staðsett hér í Tálknafirði og starfa þar í dag sem gæðastjóri. Frelsið sem börnin okkar upplifa hér er ómetanlegt og ég vil hvergi annarsstaðar vera né ala son minn annarsstaðar upp. Laxeldið gerir okkur mæðginum þetta fært.