Elding: gefur skýrslu falleinkunn

Smábátafélagið Elding á norðanverðum Vestfjörðum ályktaði um nýlega skýrslu sjávarútvegsráðherra um ýmsar breytingar og segja tillögur skýrslunnar bera með sér að þrengja eigi að smábátum og einstaklingsútgerðinni.

Ályktunin í heild:

„Starfshópur um faglega heildarendurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra,
veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum, hugmyndir um kvótasetningu á
grásleppu, kvótasetning á hlýra, veiðigjöld og reynsluna af kvótasetningu á makríl.
„Það er skoðun stjórnarinnar að aðgerðir og hugmyndir sem að koma fram í þessum
málum bera með sér að það á að þrengja að smábátum og einstaklingsútgerðinni en í
mörgum tilvikum liðkað fyrir stærri fyrirtækjum. Við teljum að það verði að líta á alla
þætti í útgerð með tilliti til hvers annars. Veiðigjald er ekki hægt að líta á sem
einangrað mál óháð veiðistjórnun.
Í skýrslu starfshópsins eru gerðar tillögur um heftan aðgang að miðum næst landi þar
sem líklegra er að smábátar stundi veiðar, en í sömu skýrslu eru tillögur um aukið
frjálsræði um val á möskvastærð í togveiðarfærum, stækkun báta innan 12 mílna og
opnun hólfa. Eftir lestur skýrslunnar kemur upp í hugann ein setning „hirðum aðeins
besta bitann“.
Varðandi kvótasetningu á hlýra (meira að gera með líf bankanna en lífið í sjónum) og
hugmyndir um kvótasetningu á grásleppu, minnum við á að það kostar um 4.000 kr. að
færa aflaheimildir á milli báta, margir verða með kvóta undir 100 kg. Það er því enginn
hagur fyrir þessa aðila að flytja heimildir á milli sín, fiskinum er því ýmist hent eða
kvótinn brennur inni.
Um veiðigjöld hefur margoft verið bent á að útgerð án vinnslu á ekki samleið með
fyrirtækjum í fjölbreyttum rekstri.
Reynslan af kvótasetningu makríls á smábáta er skólabókardæmi um misheppnaða
aðgerð, þar sem að tekinn var af smábátum víða um land möguleikinn til að leita að
makríl á sínum heimamiðum og möguleika vinnslunnar til að gera sína afurð úr makríl.
Það væri miklu meira vitað um útbreiðslu makríls á grunnslóð ef hann hefði ekki verið
kvótasettur.“

DEILA