Bein störf 170 á svæðinu

Bíldudal. Brunnbátur kemur í höfnina. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Yfirlýsing frá Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp vegna viðtals við Óttar Yngvason á RÚV í gær, laugardag , þar sem fullyrt var að aðeins 5 – 10 manns á Patreksfirði  ynnu við fiskeldis og kannski 25 manns á Bíldudal.

„Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Rebekka Hilmarsdóttir og oddviti Tálknafjarðarhrepps, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflutting Ríkisútvarpsins um eldi í Patreksfirði og Tálknafiði, þar sem fullyrt er í frétt á vef Ríkisútvarpsins að aðeins séu fimm til tíu manns komin til vinnu við eldi í Patreksfirði og 25 manns til vinnu við eldi í Arnarfirði.

Þessari fullyrðingu er harðlega mótmælt enda er hún ekki byggð á staðreyndum né gögnum um fjölda starfa. Hið rétta er að bein störf fiskeldisfyrirtækjanna á svæðinu eru 170 talsins. Þess er krafist að Ríkisútvarpið leiðrétti fréttina og hvetja til þess að miðillinn vandi betur fréttaflutning sinn.“

 

DEILA