Alþingi setti lög til þess að afstýra lokun fiskeldisfyrirtækja

Alþingi samþykkti á þriðjudagskvöld frumvarp sjávarútvegsráðherra sem veitir honum heimild til þess að veita rekstrarleyfi til bráðabrigða. Bæði Arnarlax og Arctic Fish  hafa sótt um slíkt leyfi. Nýja lágaákvæðið kemur í veg fyrir að Matvælastofnun loki fyrirtækjunum, sem samkvæmt öðrum ákvæðum laganna ber stofnunni að loka fiskeldisstöð sem rekin er án rekstrarleyfis. Eftir lagabreytinguna verður ekki lokað ef umsókn um bráðabrigðaleyfi brest og meðan það er til meðferðar. Ráðherra er veitt heimild til þess að veita 10 mánaða rekstrarleyfi og honum einnig heimilað að endurútgefa það til annarra 10 mánaða.

Fjörtíu og fimm alþingismenn studdu frumvarpið og sex sátu hjá. Sjö af átta þingmönnum Norðvesturkjördæmis studdu frumvarpið. Teitur Björn Einarsson hefur tekið sæti Haraldar Benediktssonar sem er í veikindaleyfi. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra var fjarverandi. Þeir sex þingmenn sem sátu hjá voru frá Pírötum: Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson og Snæbjörn Brynjarsson og frá Samfylkingu: Guðmundur Andri Thorsson og Helga Vala Helgadóttir.