Unnið að malbikun í Þorskafirði

Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að í þessari viku og fram í þá næstu er unnið að malbikun í botni Þorskafjarðar á vegi númer 60 að malbiksenda. Hámarkshraði er tekinn niður í 30 kílómetra á klukkustund.

Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði, Klettshálsi og á Hálfdán svo vegfarendur eru beðnir um að fara varlega.

Sæbjörg
bb@bb.is