Snjóbrettaþjálfari sest á skólabekk á Flateyri í vetur

Sólveig María ætlar að búa ásamt kærasta sínum á Flateyri í vetur.

Lýðháskólinn á Flateyri verður settur við hátíðlega athöfn á laugardaginn og verður forseti Íslands viðstaddur. Skipulag og uppbygging námsins er með þeim hætti að reglulega takast nemendur á við þemaverkefni sem sameina þau atriði sem teljast til þeirra námskeiða sem kennd verða en tengjast um leið lífi, samfélagi og menningu á staðnum og samfélagi skólans.

Sólveig María Þórðardóttir snjóbrettaþjálfari á Akureyri ætlar að setjast á skólabekk á Flateyri í vetur.

„Ég sá umfjöllun um skólann á Facebook og ákvað að sækja um. Ég vona bara að það verði nægur snjór fyrir vestan. Ég þekki nánast ekkert til á Flateyri en okkur hlakkar til því kærastinn minn kemur með, þótt hann verði ekki nemandi skólans. Ég hlakka mikið til námsins,“ segir Sólveig María.

Umfjöllun um Lýðháskólann á Flateyri í þættinum Að norðan á N4 er hérna

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA