Nýr bátur hjá Tindum

Það er alltaf gleðilegt þegar Björgunarsveitir geta endurnýjað búnað sinn. Nú hefur Björgunarsveitin Tindar fest kaup á Atlantic 75 harðbotnabjörgunarbát frá Systursamtökum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, RNLI í bretlandi. Tindar eiga fyrir svipaðan bát sem er mun eldri af gerðinni Atlantic 21 og nefnist Helga Páls.

Nýji báturinn er aðeins stærri og breiðari en Helga en hann er einnig 11 árum yngri og hefur kjölfestutank sem gerir bátinn mun áreiðanlegri í slæmu sjólagi.

Nýji báturinn er nú í standsetningu úti og kemur heim með nýja mótora og á vagni líklega um eða eftir áramót. Eldri báturinn er núna til sölu.

Helga Páls er nú til sölu.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA