Mælikvarði fyrir félagslegt varnarleysi

Mánudaginn 10. september mun Andreas Ströberg verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðstjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerðin ber titilinn Social Vulnerability Index-assessment for Iceland. Vörnin hefst kl. 11:00 og er opin almenningi.

Leiðbeinendur ritgerðarinnar er dr. Kristinn Hermannsson lektor við Háskólann í Glasgow í Skotlandi. Prófdómari er dr. Matthias Kokorsch, vísindamaður við Thünen Institute of Rural Studies í Þýskalandi.

Úrdráttur

Þótt málefni er varða þéttbýlismyndun og dreifbýlisþróun á Íslandi hafi vakið talsverða eftirtekt hefur skort á umfjöllun um tengsl þeirra við varnarleysi samfélaga gagnvart umhverfishættum. Þessi rannsókn metur þau áhrif sem borgarvæðing á Íslandi hefur á þær félags-hagfræðilegu aðstæður sem venjulega hafa áhrif á undirbúning, áhættu og hvernig samfélög jafna sig eftir mögulegar umhverfishættur. Í rannsóknin er beitt mælikvarða á félagslegt varnarleysi til segja til um hvernig félags-hagfræðilegar breytur geta í sameiningu valdið mismiklu félagslegu varnarleysi í Íslenskum sveitarfélögum. Sex þættir, sem samanstóðu af 17 félags-hagfræðilegum breytum, áttu hlut í því að annað hvort auka eða draga úr félagslegu varnarleysi í gegnum mismunandi samsetningar. Niðurstöður gefa til kynna að þéttbýlismyndun á Íslandi gegnir veigamiklu hlutverki í að draga úr félagslegu varnarleysi fyrir meirihluta fólks sem býr í samfélögum sem ganga í gegnum þéttbýlismyndun, en eykur félagslegt varnarleysi fyrir þá fáu íbúa í sveitarfélögum sem ganga í gegnum lýðfræðilega og efnahagslega hnignun. Á meðan lýðfræðilegur óstöðugleiki, atvinnuleysi, og/eða skortur á íbúum með varanlega búsetu voru þær breytur sem áttu til með að auka á félagslegt varnarleysi sem mest, þá var erfitt efnahagsástand algengari áhrifaþáttur á landið til heildar. Stöndugt efnahagsumhverfi og aðstæður á húsnæðismarkaði þóttu áhrifamestu þættirnir í að draga úr félagslegu varnarleysi, en þó ekki einir og sér á þéttbýlli svæðum.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA