Loftslagsbreytingar og skipulagsmál – Alþjóðlega ráðstefna á Ísafirði

Dagana 27.-29. september fer fram alþjóðleg ráðstefna í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði undir yfirskriftinni: CoastGIS2018 – Spatial Planning and Climate Change. Viðfangsefni ráðstefnunnar eru aðkallandi fyrir strandríki eins og Ísland. Fyrirséð er að loftslagsbreytingar munu hafa mikil áhrif við ströndina þar geta landfræðileg upplýsingakerfi (GIS) spila til að bregðast við þeim í skipulagi á ýmsum stigum. Á ráðstefnunni er miðlað þekkingu, hugmyndum og reynslu af notkun gagna og upplýsingatækni til að bæta skipulag og stjórnun strandsvæða og nýtingu auðlinda þeirra. Yfir fimmtíu fræðimenn og sérfræðingar, víðsvegar að úr heiminum, munu kynna rannsóknir sínar á ráðstefnunni.

Í málstofum ráðstefnunnar verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunarhæfni strandsvæða, viðbragðsáætlanir, kortlagningu vöktun og gerð líkana, sjávarfallavirkjanir og vindorku, strandsvæðastjórnun og skipulag og tækninýjunar við gagnaöflun og greiningu gagna.

Viðfangsefni ráðstefnunnar eru aðkallandi fyrir strandríki eins og Ísland enda er mikilvægt að huga vel að viðbrögðum við áhrifum loftslagsbreytingum við ströndina. Í því sambandi geta landfræðileg upplýsingakerfi og notkun þeirra spilað mikilvæga rullu.

Örfá dæmi um efni fyrirlestra:
• Strandrof og flóðvarnir
• Stjórnun skipaumferðar á norðurslóðum
• Áhrif hávaða á sjávarspendýr
• Vindorkuver á hafi
• Kortlagning vistgerða í sjó
• Skipulag strandsvæða
• Notkunflygilda og fjarkönnunaraðferða

Háskólasetur Vestfjarða er gestgjafi ráðstefnunnar í ár en að baki henni standa Alþjóðalandfræðisambandið (IGU) og Alþjóðakortagerðarsambandið (ICA). Þetta er í þrettánda skipti sem ráðstefnan er haldin en áður hefur hún farið fram í Ástralíu, Belgíu, Brasilíu, Bretlandseyjum, Ítalíu, Kanada, Ítalíu og Suður-Afríku.

Hátt í 100 ráðstefnugestir hafa boðað komu sína, flestir úr heimi vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífi. Ráðstefnan fer fram í Edinborgarhúsinu og í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.coastgis2018.is eða hafa samband við verkefnastjóra ráðstefnunnar, Astrid Fehling (astrid@uw.is / 4503043).

Sérstök athygli er vakin á því að þótt skráningarfrestur sé liðinn geta áhugasamir heimamenn sótt einstaka viðburði ráðstefnunnar fyrir aðeins 1000 kr. (per dag; hádegismatur og ráðstefnugögn ekki innifalin). Tekið er við þessum greiðslum á staðnum.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA