Hvernig væri að taka þátt í plastlausum september?

Í dag er það orðið þannig að nánast hver mánuður ársins og hver dagur er tileinkaður einhverjum eða helgaður ákveðnu átaki. September er þar ekki undanskilinn en í þeim mánuði er ætlunin að vekja fólk til vitundarvakningar um þau ógrynni af plasti sem fyllir heiminn. Hver man ekki eftir myndinni af skjaldbökunni sem fékk engan bjór en bara plastið af kippunni utan um sig miðja?

Nú hefur staðið yfir könnun í viku á síðu BB þar sem spurt var hvort lesendur taki þátt í plastlausum september. Þátttakan í könnuninni var ágæt, ekki mikið meira en það því 152 tóku sér tíma í að svara. Áhugavert er þó hvernig svörin skiptust en það var býsna jafnt. Þannig svöruðu 73 einstaklingar því til að þeir tækju þátt í plastlausum september en 79 aftur á móti taka ekki þátt. Þá vitum við það.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA