Áhugi gagnvart Íslandi mikill og fer vaxandi

Frá Látrabjargi á sunnanverðum Vestfjörðum. Mynd: Aron Ingi Guðmunds-son.

Rannsóknafyrirtækið Maskína lét framkæma könnun fyrir hönd Íslandsstofu í fe-brúar á þessu ári um viðhorf til Íslands í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Þýska-landi, Frakklandi og Danmörku. Svarendur voru á aldrinum 25 – 65 ára sem ferðast a.m.k. einu sinni á ári og svöruðu 1000 aðilar frá hverju markaðssvæði. Samkvæmt könnuninni ríkir mikil jákvæðni í garð Íslands. Af niðurstöðum könnunarinnar mátti sjá að áhugi gagnvart Íslandi er mikill og fer vaxandi en 78% þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust vilja læra meira um Ísland.

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlut-verk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.

Um 70% aðspurðra í könnuninni voru jákvæðir í garð Íslands sem áfangastaðar og mældust Þjóðverjar jákvæðastir en þar náði hlutfallið 75%. Áhugi hefur aukist á að ferðast til Íslands utan sumarmánaða, 67% aðspurðra sögðust myndu íhuga það en það er aukning um 14% frá síðustu könnun sem var framkvæmd í janúar 2017. Þá telja 87% svarenda það mikilvægt að upplifa sögu og menningu áfangastaða sem þau heimsækja en 84% telja að Ísland hafi sögulegar minjar og staði sem vert er að heim-sækja.

Þegar spurt var um ákveðna þætti sem svarendur tengja við land og þjóð kom fram að Ísland þykir óspillt, fallegt, sjálfbært og öruggt land með áhugaverða sögu og menningu. Hugrenningartengsl við áfangastaðinn voru helst þau að Ísland væri ör-uggur áfangastaður með óspillta og einstaka náttúru sem býður upp á víðáttu og kyrrð, gestrisið heimafólk og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna allt árið um kring.

Flestir svarenda eða 65% voru jákvæðir í garð íslenskrar vöru og þjónustu. Töluvert meiri jákvæðni er nú heldur en var strax eftir hrun og hefur aukist ár frá ári. Í janúar 2011 voru t.a.m. 10,5% Breta jákvæðir en í febrúar 2018 var sú tala 61,5% sem er hækkun um 51 prósentubil á aðeins sjö árum.
Þekking á íslenskum vörum og vörumerkjum var einnig könnuð. Þær íslensku vörur sem svarendur gátu helst nefnt voru fiskur (21%), skyr (11%) og ull (11%) en geta má þess að 76% gátu ekki nefnt neinar íslenskar vörur. Þegar spurt var almennt um landið Ísland nefndi fólk helst náttúruna (22%), næst veðurfar og kulda (21%), svo jarðvarma (15%).

Ísland sem upprunaland fiskafurða mælist áhrifamikið í hugum neytenda en 78% sögðu að það myndi hafa jákvæð áhrif á ákvörðun sína þegar þau væru að panta sér fisk á veitingastað, ef þau vissu að fiskurinn kæmi frá Íslandi. Á þessu sviði mælast Ísland og Noregur svipað hátt sem er töluvert hærra heldur en Kína, Spánn og Fær-eyjar.

Þættir sem þáttakendur minntust á í svörum sínum og skoruðu hátt í könnuninni voru heilbrigður lífstíll íbúa, umburðarlyndi íbúa, öruggt að vera á landinu, náttúru-legt og óspillt land, fallegt umhverfi og náttúra, sjálfbærni, rík menning, gestrisið fólk og fjölbreytt afþreying í ferðalaginu.

Aron Ingi
aron@bb.is

DEILA